AÐSTAÐAN Á TJALDSVÆÐINU

Við tökum vel á móti þér á ferð þinni um landið

Tjaldstæðin eru á tveimur stöllum en fastaleigusvæði á þriðja og jafnframt hæsta stallinum og einnig upp með læknum. Rafmagn er á öllum stöllum, á neðsta stalli er tengt í útitengil við snyrtihús, á efri stöllum í kassa, eldunar- og mataraðstaða og leiktæki eru ofan við snyrtihús. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.

 • Við tökum á móti tjöldum, tjaldvögnum, fellihýsum og hjólhýsum.
 • Upphituð salerni
 • Klóaklosun á staðnum
 • Rafmagn aðgengilegt gegn gjaldi
 • Eldunar- og mataraðstaða
 • Heitt og kalt rennandi vatn
 • Leiktæki
 • Þvottavél aðgengileg gegn gjaldi
 • Sturta aðgengileg gegn gjaldi
UMGENGNISREGLUR

Umgengni lýsir innri manni

Við biðjum gesti okkar að virða umgengnisreglur svæðisins.

  • Dvalargjöld eru innheimt af umsjónarmanni að kvöldi og morgni.
  • Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu er ekki leyfð frá kl. 24:00 til kl. 07:00.
  • Varast ber að valda óþarfa hávaða. Rjúfið ekki næturkyrrð að óþörfu.
  • Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
  • Vinnið ekki spjöll á náttúrunni.
 • Sorp skal láta í þar til gerð ílát, málma, pappír, plast, glerflöskur og dósir sér.

  • Bannað er að kveikja eld.
  • Hundar eru aðeins leifðir í bandi.
  • Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri.