Tjaldstæðin eru á tveimur stöllum en fastaleigusvæði á þriðja og jafnframt hæsta stallinum og einnig upp með læknum. Rafmagn er á öllum stöllum, á neðsta stalli er tengt í útitengil við snyrtihús, á efri stöllum í kassa, eldunar- og mataraðstaða og leiktæki eru ofan við snyrtihús. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.
AÐSTAÐAN Á TJALDSVÆÐINU
Við tökum vel á móti þér á ferð þinni um landið
UMGENGNISREGLUR
Umgengni lýsir innri manni
Við biðjum gesti okkar að virða umgengnisreglur svæðisins.