Tjaldsvæðið Systragil er í eigu Agnesar Þórunnar Guðbergsdóttur. Agnes Þórunn (f. 1960) er kennari. Hún býr á Hróarsstöðum 1 en Tjaldsvæðið Systragil er í landi Hróarsstaða.

Agnes Þórunn Guðbergsdóttir

hreidur_70x100
Umhverfisstefna

Hjálpumst að við að ganga vel um umhverfið

Tjaldsvæðið Systragil vill leggja sitt af mörkum til að styðja og efla umhverfisvitund og ábyrgðarkennd innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi með því að:

  • Bjóða gestum upp á aðstöðu og þjónustu þar sem ábyrg umgengni við náttúruna, skóginn og umhverfi er höfð að leiðarljósi.
  • Velja við innkaup á vöru og þjónustu umhverfisvæna, umhverfismerkta og/eða endurunna vöru þar sem því verður við komið.
  • Vilja lágmarka notkun spilliefna, hráefnanotkun og hámarka endurvinnslu og endurnotkun
  • Miðla fræðslu um náttúrufar svæðisins, sögu byggðar og tengslin þar á milli.
  • Fylgjast með orkunotkun, leita leiða til að draga úr henni og nýta orkuna á sem hagkvæmastan hátt.
  • Farga skaðlegum efnum, s.s. olíu, málningu, hreinsiefnum, eiturefnum og lakki á viðeigandi hátt.
  • Standa fyrir reglubundinni hreinsun sorps innan tjaldsvæðisins og meðfram vegum.
  • Hafa sorpílát tiltæk úti við. Gæta þess að þau séu snyrtileg, rými alla helstu flokka sorps sem til fellur og að skýrar leiðbeiningar um flokkun hangi uppi.