Tjaldsvæðið Systragil er í eigu hjónanna Kristjáns Ingvars Jóhannessonar og Agnesar Þórunnar Guðbergsdóttur. Kristján Ingvar (f.1952) er bóndi og bókari og Agnes Þórunn (f. 1960) er kennari. Þau búða að Hróarsstöðum þar sem þau planta trjám, halda nokkrar kindur og reka gistiheimili í gamla bænum sem hefur verið gerður upp. 

Agnes Þórunn Guðbergsdóttir

Kristján Ingvar Jóhannesson

hreidur_70x100
Umhverfisstefna

Hjálpumst að við að ganga vel um umhverfið

Tjaldsvæðið Systragil vill leggja sitt af mörkum til að styðja og efla umhverfisvitund og ábyrgðarkennd innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi með því að:

  • Bjóða gestum upp á aðstöðu og þjónustu þar sem ábyrg umgengni við náttúruna, skóginn og umhverfi er höfð að leiðarljósi.
  • Velja við innkaup á vöru og þjónustu umhverfisvæna, umhverfismerkta og/eða endurunna vöru þar sem því verður við komið.
  • Vilja lágmarka notkun spilliefna, hráefnanotkun og hámarka endurvinnslu og endurnotkun
  • Miðla fræðslu um náttúrufar svæðisins, sögu byggðar og tengslin þar á milli.
  • Fylgjast með orkunotkun, leita leiða til að draga úr henni og nýta orkuna á sem hagkvæmastan hátt.
  • Farga skaðlegum efnum, s.s. olíu, málningu, hreinsiefnum, eiturefnum og lakki á viðeigandi hátt.
  • Standa fyrir reglubundinni hreinsun sorps innan tjaldsvæðisins og meðfram vegum.
  • Hafa sorpílát tiltæk úti við. Gæta þess að þau séu snyrtileg, rými alla helstu flokka sorps sem til fellur og að skýrar leiðbeiningar um flokkun hangi uppi.