Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla.
Á tjaldsvæðinu er rafmagn, leiktæki, upphituð salerni, þvottavél, heitt vatn, sturta og klóaklosun.
Velkomin að Tjaldstæðinu Systragili
Í skjóli trjáa við lindina hjalandi
Tjaldsvæðið Systragil er við veg 833, 2 km. frá þjóðvegi 1.
Tjaldsvæðið Systragil er staðsett á lítilli hæð í vestanverðum dalnum gegnt stærsta birkiskóg landsins, Vaglaskóg. Afþreying við allra hæfi, merktar gönguleiðir, golfvöllur, stangveiði, húsdýragarður og sundlaug.
Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í Goðafoss ( 25 km), Laufás (20 km), Akureyri (16 km), Húsavík (65 km) og Mývatnssveit þar sem Námaskarð, Dimmuborgir og Jarðböðin eru (60 – 75 km).
Opnunartími er frá 1.júní til septemberloka.
Verð sumar 2021
Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.000 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
Þvottavél: 500 kr
Rafmagn: 1.000 kr
Sturta: 200 kr
Nánari upplýsingar :
Tjaldsvæðið Systragil
Hróarsstöðum – 601 Akureyri
Netfang: systragil@simnet.is
Sími 8602213
Tjaldsvæðið Systragil er í landi bóndabýlisins Hróarsstaðir í Fnjóskadal, Suður -Þingeyjarsýslu. Í næsta nágrenni (3 km) er 9 holu golfvöllur er ber heitið Lundsvöllur og sundlaugar á Illugastöðum (10 km) og í Stórutjarnaskóla (13 km).
Lítil búð er við orlofsbyggðina á Illugastöðum. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili, Þingmannaleið. Mikill gróður er á svæðinu og lækurinn Systralækur.
Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.
