Tjaldsvæðið Systragil er í landi Hróarsstaða, Fnjóskadal, Suður – Þingeyjarsýslu.
Tjaldsvæðið er vestan megin í Fnjóskadal, beint á móti stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi.
Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili
Í skjóli trjáa við lindina hjalandi
Hvernig kemst ég á áfangastað
FRÁ AKUREYRI
FRÁ HÚSAVÍK / MÝVATNI
GPS HNIT
N 65° 7068 og 17° 8995
Afþreying
Í göngufjarlægð við tjaldsvæðið og í nánasta nágrenni
SUNDLAUGAR
VEIÐI
GOLF
GÖNGULEIÐIR
Náttúruperlur og áfangastaðir
Í innan við klukkustundar keyrslu frá tjaldsvæðinu
Í næsta nágrenni við tjaldsvæðið (3 km) er 9 holu golfvöllur, Lundsvöllur, sundlaugar á Illugastöðum (10 km) og í Stórutjarnaskóla (13 km). Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í Goðafoss ( 25 km), Laufás (20 km), Akureyri (16 km), Húsavík (65 km) og Mývatnssveit þar sem Námaskarð, Dimmuborgir og Jarðböðin eru (60 – 75 km). Hægt er að kynna sér þessa áfangastaði í gegnum http://www.nordurland.is og http://www.diamondcircle.is. Þá eru margar gönguleiðir við tjaldsvæðið og í nánasta nágrenni þess sem leiða í gegnum birkiskóginn og upp í Vaðlaheiði.